Spyrja ekki um svörin

Fjölmiðlun

Flestir þáttastjórar um þjóðmál geta ekki spurt pólitíkusa út í svör þeirra. Geta bara tínt spurningar upp úr bloggi og fésbók. En geta ekki spurt út í svörin. Til þess hafa þeir ekki þekkingu, yfirsýn eða aðstoð í heyrnartóli. Úr bloggi og fésbók hafa fengizt ótal efasemdir um yfirlýsingar Sigmundar Davíðs, um sannleiksgildi þeirra, innihald eða marktækni. Sigmundur svarar flestum spurningum út í hött, með nýrri lygi, nýrri froðu, nýju heimsmeti. Og þá nær þáttarstjóri ekki lengra. Vilji fjölmiðlar veita hér sama aðhald og á Vesturlöndum, verða þeir að geta spurt ítrekað út úr svörum pólitíkusa.