Aðgerðir í þágu skuldara íbúðalána verða sáralitlar í samanburði við gefin kosningaloforð. 300 milljarðar eða „jafnvel hærri“ upphæðir verða alls ekki sóttar í vasa hrægamma og vogunarsjóða. 80 milljörðum má fólk leita að í eigin vösum, millifæra úr sínum eigin séreignasparnaði, sé hann til. Aðrir 80 milljarðar felast í lækkun höfuðstóls skulda, sem kemur fram í greiðslum á löngum tíma. Ríkissjóður borgar og eigendur stofnana, sem afskrifa, aðallega ríkissjóður. Það eru skattgreiðendur, sem borga þetta á löngum tíma. Þetta er sama niðurstaða og gleðigjafinn Sigmundur Davíð lýsti í nóvemberlok.