Þrefaldir raunvextir

Punktar

Í samanburði við Danmörku eru raunvextir þrefalt of háir hér á landi. Þar eru raunvextir um 1,5%. Virðist hæfilegt, því að efnahagur þjóða batnar ekki mikið hraðar. Hér eru raunvextir hins vegar 4,5%, þrefalt hærri. Engin leið er að ímynda sér, að vöxtur þjóðarbúsins standi undir slíku. Þetta er gróf mynd af flóknum dæmum, en ætti þó að vera nærri lagi. Erfitt er að úskýra, hvernig standi á þessu rugli. Líklega skiptir mestu máli skortur á samkeppni banka. Til að fá vit í samskipti skuldara og lánara, þurfum að greiða fyrir erlendum bankaútibúum, taka upp evru og koma okkur inn í Evrópusambandið.