Erlendis hafa hefðbundnir fjölmiðlar áhrif. Þeir kanna innihald fullyrðinga pólitíkusa og taka þá í nefið, fari þeir með fleipur. Siðblindir loddarar að hætti Sigmundar Davíðs þekkjast ekki á Vesturlöndum. Menn ýkja að vísu og eru óhóflega bjartsýnir, samt varla án sambands við veruleika. Hér trassa fjölmiðlar að fylgja eftir spurningum sínum. Gera sig þannig meðvirka og samábyrga. Hér halda pólitíkusar sig geta bullað í drottningarviðtölum án eftirkasta. Blogg og fésbók koma að vísu fljótt að nokkru í eyðu fjölmiðla. Frumkvæði fjölmiðla væri eðlilegra, en þeir hafa glatað frumburðarréttinum.