Gefum meistara Guðbergi Bergssyni orðið: „Sjálfsmyndin er eins og hún hefur alltaf verið. Ísland er einangrað land og þess vegna hefði verið sálrænt séð gott að við borguðum þetta ekki. Við einangruðumst og stæðum saman og við munum aldrei falla. Þegar Rómverjar réðust inn í Spán voru þorp eða bæir sem vildu ekki gefast upp, heldur falla allir en að gefast upp. Eins með þessa þjóð, þessi þjóð hefði bara tekið því mjög vel. Allt í lagi, þetta hefur komið fyrir okkur, þetta er okkar sjálfskaparvíti, nú stöndum við saman og verðum eins og áður var. Þegar skip fórst tók öll þjóðin þátt í harminum. Það sem sameinaði þjóðina var harmurinn. Þetta mundi líka sameina þjóðina ef hún myndi ekki borga, einangrast og standa bara með sjálfri sér. Vera ekkert að hugsa um það hvaða álit hinn stóri heimur hefur á okkur. Stóri heimurinn hugsar ekkert mjög mikið um okkur.“