Ekkert PR

Punktar

Hef ímugust á PR-mönnum og spunakörlum, sem reyna að láta pólitíkusa líta sæmilega út. Skil þá samt, þetta er nauðsynleg vinna, gangi hún ekki út í öfgar. Skil þó ekki PR-ráðgjöfina, sem ráðherrarnir fá. Gunnar Bragi kastar fram tillögu um formleg viðræðuslit við Evrópu í stað þess að kæla málin. Sigurður Ingi klúðrar makríl-deilu á minnisstæðan hátt. Sigmundur Davíð lýgur sig út úr hverri lyginni með nýrri lygi, hverju „heimsmetinu“ á fætur öðru. Kristján Þór hamast á sjúklingum, Hanna Birna á hælisleitendum, Illugi á skólunum. Það er alls ekkert PR, samanlagt er þetta pólitískt sjálfsvíg.