Tveir og aftur tveir

Punktar

Bók Guðrúnar Johnsen um hrunið er á ensku og vekur því athygli í alvöruheimi útlanda. Þar átta menn sig mun fyrr en í skotgröfunum hér. Í ljós er komið, að Bretar buðust ítrekað til að taka yfir IceSave löngu fyrir hrun. Davíð Oddsson og Geir H. Haarde neituðu og munu sæta því að vera taldir ofurbjánar landsins. Hvað sem endurritendur sögunnar segja hér heima.  Menn skilja, að það tók bjánana hálft ár að fatta sumt af því, sem var að gerast. Eyddu svo öðru hálfu ári í að halda málinu leyndu, margfalda hrunið. Við föttum seint, trúum fagurgalanum, trúum nú á aðra loddara, Ólaf Ragnar og Sigmund Davíð.