Fylgið lekur hratt

Punktar

Fylgið lekur hratt af ríkisstjórninni eftir harða umræðu um aðildarviðræður við Evrópu. Er nú komið niður í 37%, þar af hefur Flokkurinn 24% og Framsókn 13%. Fólk er smám saman að átta sig á, að þetta samstarf gengur ekki lengur. Verk ríkisstjórnarinnar eru allt önnur en þau, sem lofað var. Flokkurinn er orðinn últra teboðsflokkur, hossar greifum og ofsækir minni máttar fólk. Framsókn er orðinn fasistaflokkur, sem fer með upphrópanir og rugl. Þar er forsætisráðherra fremstur í flokki, gersamlega sambandslaus við veruleikann. Aldrei hafa kjósendur verið eins illa sviknir og af öfgaflokkunum tveimur.