Síðasta sigling Ölmu

Punktar

Ósigur hvalveiða fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag hefur keðjuverkun í för með sér. Andstaða Bandaríkjanna við hvalveiðar Íslands magnast um allan helming. Kristján Loftsson getur ekki lengur sent hvalkjöt í hefðbundinni fragt út um heim. Gámarnir eru strax kyrrsettir í höfnum. Yrðu líka stöðvaðir í Súez eða Panama. Kristján hefur tekið á það ráð að útvega Ölmu til að sigla beint til Japans. Siglir í felum löngu leiðina suður fyrir Góðrarvonarhöfða. Í Japan safnast hvalkjöt fyrir í frystihúsum, því Japanir eru að mestu hættir að éta hval. Síðasta sigling Ölmu minnir á síðustu ferð Pequot í leit að Moby Dick.