Bankabófar telja sig mikils virði, vilja hafa margfaldar tekjur á við aðra. Ríkisvaldinu ber skylda til að halda þeim í skefjum. Ekki bara þrengja að getu þeirra til umboðssvika og fjárglæfra. Einnig takmarka getu þeirra til að taka bónusa úr rekstrinum. Núverandi reglur um bónusa eru meira en nógu rúmar. Ástæðulaust er að gefa færi á árslaunum í bónus. Frumvarp Bjarna Benediktssonar um aukið svigrúm bankabófa er fráleitt. Enda er hann að gauka svigrúmi að vinum og félögum. Bankabófar kollkeyrðu þjóðina fyrir nokkrum árum og eru fyllilega færir um að gera það aftur. Þrengja ber svigrúm bófa.