Þegar hrunið var orðið staðreynd, kom auðstéttin sér undan vanda með því að gengislækka krónuna. Auðstéttin slapp og hlóð tjóninu á herðar almennings. Auðstéttin fær útflutningsafurðir greiddar í evrum eða annarri alvörumynt. Íslenzkir þrælar hennar fá greitt í hrundum krónum, sem enginn vill sjá. Útflutningsfyrirtæki gera upp bókhaldið í evrum og vilja ekki, að þrælarnir geti notað evrur. Þrælunum er talin trú um, að krónan hafi bjargað þeim. Vinstri stjórnin breytti ruglinu ekki og hægri stjórnin hefur fest það í sessi. Krónan er ekki bjargvættur, heldur fjötur, sem fávísir þrælar draga.