Sértækar skattalækkanir

Punktar

Ríkisstjórnin hefur ekki lækkað skatta almennings. Hún lækkaði auðlindarentu kvótagreifa og afnam auðlegðarskatt yfirstéttarinnar. Hún lækkaði vaskinn á ferðaþjónustu og lækkaði skatt á efsta skattþrepi hálaunamanna. Ekkert gerði hún fyrir almenning. Þetta var ákaflega sértæk skattalækkun. Bjarni Ben ber sér á brjóst og segist ætla að lækka skatta enn meira. Þeir, sem trúa vilja, geta trúað, að það komi þeim að gagni. Þeir trúa hvort sem er öllu. Hitt er líklegra, að öll skrefin verði í þágu auðstétta og að velferð fátækra verði skert enn frekar. Hér er ríkisstjórn silfurskeiðunga í þágu silfurskeiðunga.