Skattalækkun Bjarna Benediktssonar fyrir ári fól eingöngu í sér skattalækkun auðs og hárra tekna. Auðlindarenta lækkaði, auðlegðarskattur var aflagður og vaskur lækkaður á ferðaþjónustu. Og skattprósenta var lækkuð á tekjuháum, ekki á almenningi. Það var kallað „einföldun skattakerfisins“. Nú er ætlunin að einfalda skattakerfið enn frekar með því að jafna vaskinn. Það felur í sér, að vaskur hækkar á matvælum. Á þeim vörum, sem vega þyngst í vítahring fátæktar. Kostnaðinn af allri þessari þjónkun við hagsmuni auðsins er borinn af þeim, sem þurfa sjúkrahjálp eða aðra velferð. Þeir bera tjónið af Bjarna.