Óvinsældir ríkisstjórnarinnar, einstakra ráðherra hennar og helztu þingmála eru eindæmi. Helmingur þjóðarinnar er óánægður með allt þetta, en bara fjórðungur ánægður. Því er enn rúm fyrir frekara fylgishrun. Met óvinsælda ráðherra eiga Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi, yfir 50%. Metið í óvinsældum mála á frumvarpið um lækkun húsnæðisskulda. Það er svo óvinsælt, að fleiri framsóknarmenn eru óánægðir en ánægðir. Flokkast líklega með heimsmetum Sigmundar Davíðs. Ríkisstjórn, ráðherrar og þingmál voru óvinsæl á valdatíma Jóhönnu, en þessi auma ríkisstjórn slær það út. Heimsmet Sigmundar Davíðs?