Aðild að eldhafinu

Punktar

Alþjóðastofnun háskólans hrakti fullyrðingar um, að sérlausnir fáist ekki í aðildarviðræðum við Evrópu. Þær hafa fengizt hjá öðrum þjóðum, hafa þegar fengist í þessum viðræðum og fleiri munu fást, þegar upp er staðið. Evrópa virðir eindregnar óskir um slíkt. Með upptöku evru á þremur árum losnum við úr vítahring einstæðrar hagstefnu, sem miðast við að vernda ónýta krónu. Við losnum við að stýra fjármálum, sem sagan sýnir, að við höfum ekki hundsvit á. Alþjóðastofnunin hefur sýnt fram á, að gengi Íslands mun batna við aðild að því, sem afturkarlar úr afdölum og úteyjum kalla eldhafið mikla í Evrópu.