Sérlausnirnar eru þarna

Punktar

Árið 2011 birti Evrópusambandið reglugerð, sem segir heimilt að framselja vald til strandríkis. Vald til að ákveða aflaheimildir í stofnum sem aðeins eitt ríki sækir í. Þá heimild þarf að virkja í aðildarsamningi. ESB hefur ekkert kvartað yfir reglum í Danmörku og Bretlandi um takmörkun erlendra fjárfestinga. Vísa þarf til þessa í aðildarsamningi. Að öðru leyti þarf Ísland engar undanþágur í sjávarútvegi. Hræðsluáróður kvótagreifa byggist á óttanum við, að evra taki við af krónu. Þeir geti ekki lengur keypt vinnu í krónum og selt í evrum og stolið þannig árlega tugmilljörðum af þjóðinni.