Mennirnir drepa, ekki byssurnar, segir klisjan. Hér á landi er sagt: Vond hagstjórn rústar, ekki krónan. Á móti klisjunum er sagt, að fleiri byssur þýði aukin mannvíg og léleg króna þýði vonda hagstjórn. Værum við með evru, gætu stjórnvöld ekki fleygt vandanum í launþega, þegar vond hagstjórn hefnir sín með hruni. Þótt krónan sé bara tæki, en ekki gerandi, er tilvist hennar ávísun á vonda hagstjórn. Jafnvel ávísun á stjórn í þágu þeirra, sem hagnast á gengislækkunum. Sú er einmitt raunin hér. Meðan krónan ríkir, mun alvöru hagstjórn víkja fyrir örvæntingarfullum tilraunum til að vernda veika krónu.