Pólitíkusum í Vestur-Evrópu hefur löngum þótt Davíð og Ólafur Ragnar vera dálítið hlægilegir, drýldnir afdalakarlar. Vestur-Evrópa er grunnmúruð í lýðræði, sem kynslóðir manna börðust fyrir. Hér kemur lýðræði að utan og er bara til sem slæða utan um gerræði pólitískrar yfirstéttar. Því meira sem við höllum okkur að Vestur-Evrópu, því meiri líkur eru á, að lýðræði festi hér rætur. Það óttast afdalakarlar. Vilja heldur halla sér að gerræði eins og það tíðkast í Ný-Sovétríkjunum og Kína og hjá furstunum við Persaflóa. Þvaðrið um Sankti Pétursborg sem höfuðborg norðurslóða er hástig í ruglinu.