Gott rennsli er bezt

Punktar

Til að minnka benzínnotkun, útblástur, mengunartíma og hávaða frá umferð, þarf að gera hana viðstöðulausa, án umferðarljósa. Við þurfum að stytta þann tíma, sem vélar eru í lausagangi á meginæðum höfuðborgarsvæðisins. Til þess þarf mislæg gatnamót upp á tvær eða fleiri hæðir, sem bezt væri neðanjarðar. Augljóst dæmi er horn Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Stór, græn svæði meðfram Miklubraut gera þetta tiltölulega ódýrt. Þar er frábært að þurfa ekki að rífa gamalt til að grafa göng. Árum saman hef ég fylgzt með umræðu um þessi mál og aldrei heyrt ígrundaða röksemd fyrir lausagangi bílvéla.