Óæðri forsendubrestur

Punktar

Hópar af tekjuháu fólki, sem reisti sér hurðarás um öxl í of stóru húsnæði, sló eignarhaldi á hugtakið Forsendubrestur. Ekki fólkið, sem þarf mestan stuðning, fremur fólkið, sem taldi sig útundan í gerðum fyrri ríkisstjórnar. Vill leiðrétta brestinn upp allan tekjuskalann. Fleiri geta gert tilkall til hugtaksins. Hvað um þá, sem búa í húsnæði aldraðra, svo sem Eir og Höfn og eru nú að missa það? Eða sem taka húsnæði á leigu á okurverði eða námslán og fá engar bætur? Um þá, sem eiga verðlaust húsnæði á Þingeyri, Djúpavogi og Húsavík vegna brottflutnings kvótagreifans. Er það óæðri forsendubrestur?