Landflótti að bresta á

Punktar

Landflótti er brostinn á í hópi alvörufyrirtækja. Marel, Össur og CCP eru að hugsa sitt ráð og Creditinfo er að fara. Helzt er pláss fyrir kvótagreifa, sem leggja byggðir í rúst eftir hentugleikum hvers tíma. Framsókn hefur afar dæmigerða lausn, nýja Áburðarverksmiðju ríkisins með atvinnu fyrir 200 menn. Í stað hægfara minnkunar gjaldeyrishafta eiga að koma harðari höft. Stafar auðvitað af, að ríkisstjórnin hefur sóað úr ríkissjóði í þágu kvótagreifa, ferðagreifa og auðlegðarfólks. Hefur líka fært greiðsluskyldu hrægammanna frægu á sligaðan ríkissjóð. Þessi ríkisstjórn á eftir að verða okkur dýrari.