Gleðideild rússadindla

Punktar

Gleðideild Björns Bjarnasonar í Sjálfstæðisflokknum situr á fjósbitanum og gerir hróp að þeim, sem yfirgefa flokkinn. Burt með ykkur, segja þeir, þið eruð púkó. „Andrúmsloftið innan Sjálfstæðisflokksins verður ánægjulegra ef óánægjuraddir ESB-aðildarsinna þagna þar,“ segir Björn. Gleðin er svo mikil yfir fækkun kjósenda, að Björn og félagar eru farnir að stíga Hrunadans. Enda segir Benedikt Jóhannesson: „Einkar glaðlegt andrúmsloft er alltaf í kringum hann og félaga hans.“ Eðlilegt er, að fyrrum kjósendur flokksins séu næsta ruglaðir, þegar gleðideildin virðist varanlega orðin að rússadindlum.