Alþjóðlegur Andri

Punktar

Hélt ég mundi horfa á sjónvarp á elliárunum. Fékk mér meira að segja disk til að ná í útlandið. Lét mig dreyma um þætti um landafræði, sögu, náttúru. Varð fyrir miklum vonbrigðum. Ferðaþættir snúast um rútuferðir sögumanns, drykkju hans og hopp og hí með innfæddum. Náttúruþættir eru um lífshættu sögumanns í nálægð villidýra. Sagnfræðiþættir eru skot af sögumanni að fara niður í gröf, upp úr gröf, upp á hól, niður af hól. Maður sér þó píramídum og múmíum bregða fyrir. Almennt snúast þessir þættir um sögumann, egóflipp hans. Þetta er bara alþjóðlegur Andri Á Flandri. Ég neyddist til að taka sögubækur upp úr kössum.