Léttlynd meðferð fjár

Punktar

Greiðsla afborgana og vaxta af erlendum skuldum ríkisins er ekki í forgangi ríkisstjórnarinnar. Í staðinn gaf hún eftir auðlegðarskatt hátekjufólks auðlindarentu kvótagreifa og virðisaukaskatt ferðaþjónustu. Skítt veri með skuldirnar, sögðu hinir þjálfuðu hrunverjar stjórnarflokkanna. Næsta skref þeirra var ekki að safna í afborganir og vexti af erlendum skuldum. Þvert á móti setur hún á ríkissjóð og skattgreiðendur að borga af lánum sérvalinna hópa auðugra skuldara. Eftir aðeins eins árs stjórn er kostnaður erlendrar skuldabyrði þjóðarbúsins því orðinn „verulegt áhyggjuefni“ Viðskiptaráðs.