Lesið ekki stefnuskrár

Punktar

Senn fara stjórnmálaflokkar að gefa út stefnuskrár í sveitarstjórnakosningum, sem verða í lok maí. Mikilvægt fyrir kjósendur er að átta sig á, að ekki er minnsta mark á þeim takandi. Allir lofa að vera góðir við gamlar konur, reisa íbúðir fyrir fátæka og lækka útsvar. Allt er það marklaust með öllu. Reynslan sýnir, að stefnuskrár flokka gefa enga vísbendingu um, hvernig þeir muni haga sér í áhrifastöðum eftir kosningar. Jafnvel má búast við, að verkin verði þveröfug. Þetta skrítna ástand magnast í hverjum nýjum kosningum. Í fyrra kom svo lygaskriðan. Lesið því ekki stefnuskrár flokka, það ruglar ykkur bara.