Fargjöld hrynja

Punktar

EasyJet er orðið næststærsta flugfélagið í millilandaflugi hér á landi, næst á eftir Icelandair. Flýgur héðan til fimm staða á Bretlandi. Á leiðinni til London er EasyJet næstum helmingi ódýrara en Icelandair og miklu ódýrara en Wow. Algengt er, að flug fram og til baka kosti 20.000 krónur eða rétt innan við það. Þetta eru frábærar fréttir fyrir ferðaglaða Íslendinga. Vonandi fer EasyJet að fljúga til spennandi staða á meginlandi Evrópu. Ég hef oft flogið til London eingöngu til að krækja í framhaldsflug um alla Evrópu með EasyJet. Fyrirtækið hefur reynzt mér vel, flugvélar traustvekjandi og stundvísi góð.