Siðir eru trúlausir

Punktar

Helztu gildi Vesturlanda, svo sem siðmennt, mannleg reisn og lýðræði, eru eldri en kristni. Þau eru frá grísku borgríkjunum og þó líklega miklu eldri. Kirkjan lagaði sig að ýmissi siðmennt, en braut hana einnig kruss og þvers. Fátt nýtt lagði hún til, nema andstöðu við þrælahald, sem var mikilvægt. Á endurreisnartíma fór borgaraleg siðmennt að ýmsu leyti framúr kristni og enn frekar á upplýsingaöld. Vestræn samfélög eru orðin trúlítil, en hafa þó ekki afsiðast þess vegna. Kristni er strengur í vestrænu samfélagi, en er hvorki forsenda þess né meginþráður. Siðir eru fyrst og fremst borgaraleg fyrirbæri.

Gleðilega páska