Stjórnarflokkarnir virðast hafa skrapað botninn og ekki komast neðar í fylgi. Framsókn fór niður í 14% og Sjálfstæðisflokkurinn niður fyrir 25%. Í síðustu könnun var minnisþoka kjósenda farin að segja til sín. Framsókn var komin upp í 17%. Ef við gerum ráð fyrir, að greidd atkvæði í kosningum séu 200.000, þá er hvert prósent 2000 atkvæði. Þýðir að 6000 skyndikjósendur hafa skilað sér aftur til Framsóknar. Þetta eru þeir, sem trúðu heimsmeti kosningaloforða í fyrra og eru nú reiðubúnir að trúa aftur. Svikin höfðu í vetur stimplast inn í huga kjósenda, en eru að byrja að gleymast. Það er hægt að endurnýta svik.