Auka má gagnið af þremur sannleiksskýrslum um hrunið. Þær eru meira en þúsund síður hver. Þurfa að vera til í einu stafrænu formi til þess að auðvelt sé að leita í þeim. Það eru einföld vinnubrögð nútímans. Jafnframt þarf að bæta inn í eyður síðustu skýrslunnar með því að setja inn mannanöfn og önnur heiti á viðeigandi staði. Þá geta áhugamenn og fræðimenn rakið sig eftir nöfnum fólks og fyrirtækja og eftir mikilvægum hugtökum. Birgitta Jónsdóttir alþingismaður hefur lagt til samkeyrsluna. Til viðbótar þurfa svo blaðamenn og áhugamenn að staðsetja framangreind lykilorð, gera pakkann fínan. Eitthvað fyrir pírata?