Ferðaþjónusta getur ekki lengur litið á ferðamenn sem auðtekið og skjótfengið fé. Ferðamenn segja reynslusögur sínar á fjölþjóðlegum ferðasíðum, einkum á TripAdvisor. Frásögur hlaðast upp og þjónustan fær einkunn. Almennt förum við vel út úr þessu eftirliti kúnna, en undantekningar sjást þó. Ég hef oft nefnt kost og löst á hótelum og matstöðum. En önnur ferðaþjónusta fær líka einkunn. Hæst fljúga Íslenskir hesturinn, Discover Iceland (jeppaferðir), Norðurflug (þyrlur) og GeoIceland (jöklar). Lægstu einkunn fá svo Listasafn Íslands og Þjóðmenningarhúsið, ekkert að sjá, auðir veggir, segja vonsviknir túristar.