Spuni og skaðaminnkun

Punktar

Umgengni pólitíkusa, stofnana og fyrirtækja við fólkið er öll á sviði spuna. Reynt er að fegra hlutina sem mest. Þetta er tímabil lyga, þegar ekki er hægt að treysta neinum til að segja satt. Ráðherrar hafa spunakarla, sem eru jafn vitlausir og þeir sjálfir. Næsta stig fyrir ofan er skaðaminnkun. Þar starfa sérfræðingar, sem reyna að lágmarka skaðann, til dæmis af fyrri spuna. Þeir útskýra iðnaðarsalt í matvælagerð og svo framvegis. Afleiðing þess, að fyrra stigið virkar ekki. Efsta stigið felst í raunhæfum almannatengslum. Þá reyna pólitíkusar, stofnanir og fyrirtæki að starfa heiðarlega. Það eitt virkar, en fáum dettur það í hug.