Tökum á bjánum og bófum

Punktar

Stundum les ég, að ekki eigi að skrifa um bjána og bófa í pólitíkinni. Slíkt veki bara athygli á þeim. Veki þá athygli sem þeir sækjast eftir. Illt umtal sé betra fyrir þá en ekkert umtal. Þetta er að nokkru leyti rétt, en fer þó eftir aðstæðum. Þær eru núna sérstæðar hér á landi tæpum sjö árum eftir hrun. Bjánar og bófar vaða uppi í pólitík og hafa meiri völd en nokkru sinni fyrr. Lygi og svik eru jafngild sannleika og orðheldni. Allt er jafngilt, fréttir og þvættingur. Þess vegna verður að taka af festu á þeim, sem bulla og þyrla ryki. Líka á þeim óvini Reykjavíkur, sem lengi velti fyrir sér sæti í borgarstjórn.