Greifar rústa velferð

Punktar

Enn stendur til að minnka auðlindarentu, sem kvótagreifar borga fyrir aðgang að helztu auðlind landsmanna. Fyrir tæpu ári var rentan lækkuð um heila fjóra milljarða á ári. Og nú um tæpa þrjá milljarða til viðbótar. Það fé verður að mestu tekið af velferðarliðum ríkisfjármála. Það er skýringin á, að spítalar og skólar riða til falls. Það er skýringin á, að börn svelta og fólk deyr drottni sínum. Fjárhaldsmenn hinna pólitísku bófaflokka verða fyrstir að fá sitt, hvað sem tautar og raular. Hættum að hlusta á kvótagreifa, setjum allan kvótann á uppboð. Þá kemur í ljós, að þjóðin getur haft fullar hendur fjár.