Þegar ég fattaði, hversu gróflega Nató hafði logið um staðreyndir í Kosovo-stríðinu, setti ég trúverðugleika Nató á núll. Eftir stórlygar Bandaríkjanna um stríðin gegn Afganistan og Írak setti ég trúverðugleika Bandaríkjastjórnar á núll. Þar á sama stað eru Ný-Sovétríki Pútíns. Trúverðugleiki allra þessara aðila er bara hreint núll. Tek ekkert mark á fréttum frá þessum málsaðilum um stöðu mála í Úkraínu, né heldur frá glæpaflokkum þar í landi. Þar af leiðandi hef ég enga skoðun á stöðu mála í Úkraínu. Nema þá einu, að óráðlegt sé að breyta landamærum ríkja einhliða. Það hefur Pútín einmitt gert á Krímskaga.