Dæmin fæla frá þéttingu

Punktar

Á stundum erindi í Skuggahverfið og leita þar að bílastæði. Sé aldrei neitt fólk við svörtu háhýsin neðst í hverfinu. Fólkið tekur lyftu til bílsins í kjallara og keyrir burt. Fólkið er ekki þáttur í hverfinu frekar en hverjir aðrir marzbúar. Þótt komið væri upp kaffihúsi og veitingum handan götunnar, mundi þetta fólk ekki fara þangað. Þétting byggðar hefur ekki eflt mannlíf á svæðinu. Við Mýrargötu verður ástandið verra. Forljótur steypukassi nauðgar hverfinu og býður of fá bílastæði. Íbúar kassans munu geyma bíla í götunum í kring. Þá hefur þéttingarvandinn víkkað til þeirrar byggðar, sem fyrir var.