Reykvíkingar þurfa að snúast til varna í nýjum mánuði, því að kosningar verða í lok hans. Í þeim kosningum þarf að setja strik aftan við misráðnar tilraunir til að þétta gamla byggð. Strax þarf að stöðva byggingar stórhýsa innan um smáhús. Stöðva þarf minnkun á kröfum um bílastæðafjölda á hverja íbúð. Stöðva þarf ráðagerðir um að torvelda umferð á meginæðum borgarinnar. Berjast þarf fyrir mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar án umferðarljósa. Í uppsiglingu er langvinnt skipulagsslys á vegum húsateiknara og pólitíkusa. Rakalaus kredda verður aðeins stöðvað af borgarbúum sjálfum.