Ekki fela spunamenn

Fjölmiðlun

Samskipti blaðamanns og leynds heimildamanns felur í sér samning um traust. Brjóti heimildamaður samninginn með því að gefa villandi upplýsingar, er samningurinn rofinn. Spunamenn eru ekki heimildamenn samkvæmt kennslubókum. Þeir gefa villandi og rangar upplýsingar. Vara þarf við slíkum og beinlínis rífa af þeim hjúpinn. Blaðamenn, sem láta fíflast af spunamanni, mega ekki leyna spunamanninum. Þeim ber skylda til að segja til hans til viðvörunar. Sumir spunamenn sigla undir flaggi heimildamanns. Aðgreiningin er þó skýr. Það var brot á góðri siðvenju blaðamanna að leyna spunamanni hins villandi leka úr ráðuneyti Hönnu Birnu.

„If a source who has been granted anonimity is found to have mislead the reporter, the source’s identity should be revealed. Part of the bargain of anonymity is truthfulness“ Kovach & Rosenstiel: Elements of Journalism, 2001, p. 97.