Hrunverji númer eitt

Punktar

Gerendur hrunsins voru þrenns konar, pólitíkusar, bankabófar og víkingar. Pólitíkusar lögðu línurnar, bjuggu til jarðveginn með einkavinavæðingu banka og skorti á bankaeftirliti. Helzti pólitíski bófinn fór svo í Seðlabankann, þar sem hann hindraði fjölþjóðlegar aðgerðir til björgunar. Davíð var meiri orsakavaldur hrunsins en allir bankabófar og víkingar landsins samanlagðir. Nokkrir bankabófar og víkingar hafa verið leiddir fyrir rétt og verða kannski dæmdir sjö-níu árum eftir hrun. Davíð missti starfið og æruna, en gerðist eigi að síður fólgsnarformaður og hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins.