Heimsmet í sjónhverfingu

Punktar

Sigmundur Davíð lofaði kjósendum að taka að minnsta kosti 300 milljarða af svokölluðum hrægömmum og dreifa til íbúðaskuldara. Hefur ekki efnt það og getur ekki. Setti málið því eftir kosningar í nefndir á nefndir ofan. Ekki er komin niðurstaða enn. Ljóst er, að nánast ekkert er orðið eftir af heimsmeti kosningaloforða. Almenningur verður sjálfur látinn borga skatta til að afla 80 milljarða króna. Féð fer að mestu til þeirra, sem ekki þurfa, tekjuhárra í of stóru húsnæði. Enn ein aðgerðin til að bæta kost hinna bezt settu greifa á kostnað alls almennings og velferðar fátæklinga. Mesta sjónhverfing sögunnar.