Fréttabörn endurtaka í sífellu sömu hugsunarvillu: Lögreglan „þurfti“ að gera þetta eða hitt. Nýjasta dæmið er frétt um, að kalla hafi þurft á sérsveitina. Í þessu felst sú skoðun, að þetta hafi verið nauðsynleg aðgerð. Blaðamaður getur ekki haldið slíku fram, aðeins haft eftir einhverjum, að eitthvað hafi „þurft“ að gera. Annars segir hann bara að kallað hafi verið á sérsveitina, sem er óhlutdrægt orðalag. Dæmið sýnir, hversu háð fréttabörnin eru orðin viðmælendum sínum. Éta upp eftir þeim orðalag, sem ættað er frá spunakörlum. Hvenær segir eitthvert fréttabarnið, að löggan hafi „þurft“ að drepa mann?