Guðmundur Steingrímsson staðfesti í eldhúsumræðunni, að hann er frambærilegri en pólitíkusar fjórflokksins, er ekki í sandkassanum. Margt er gott í afstöðu Bjartrar framtíðar í grundvallarmálum. Er fylgjandi fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar, sem nýja ríkisstjórnin blés af. Styður framhald viðræðna um aðild að Evrópu. Hafnar aðild skattgreiðenda að skuldaleiðréttingu auðfólks, vill heldur lækka ríkisskuldir. En ég tel erfitt að fyrirgefa flokknum aðild að aftöku nýrrar stjórnarskrár fyrir rúmu ári. Einnig sé ég hvergi, að Björt framtíð reyni að losa þjóðina undan kúgun kvótagreifa. Óttast, að hún verði of sáttfús við bófaflokkana tvo. Tel hana raunar vera part af fjórflokknum.