Snarbiluð Framsókn

Punktar

Fögnuður Framsóknar við þinglok var slíkur, að þingmenn dönsuðu, þó ekki hæð sína í öllum herklæðum. Forsætisráðherra hrópaði „Loksins“. Flokkurinn leggur sérstæðan skilning í orðið „hrægammar“. Í augum hans eru það skattgreiðendur framtíðarinnar. Þeir eiga að borga millifærsluna frægu, sem raunar er bara brot af kosningaloforðinu. Formaðurinn leggur líka sérstæðan skilning í orðið „100%“. Hjá honum er lítill hluti heil 100%. Undir niðri vomaði þó angistin og sjálfsefinn. Kvaddi þingið með kveini um einelti og illkvittni þingmanna og með skætingi og fúkyrðum á báða bóga. Framsókn er snarbiluð út í gegn.