Bergmálið er þagnað

Punktar

Bergmálið er þagnað, fögnuður Framsóknar rann út í sandinn. Hvergi sést neinn fögnuður almennings. Skuldamillifærslan er lítil og einkum í þágu þeirra, sem þurfa ekki á henni að halda. Reiknivélinni hefur meira að segja verið frestað til að reiði fólks bitni ekki á Framsókn í kjörklefanum. Herfangið verður tekið af skattgreiðendum næstu ára. Sumpart greiðist ofurrugl Framsóknar með niðurskurði velferðar, auknum heilbrigðiskostnaði almennings og stóraukinni stéttaskiptingu. Ekki er ókeypis að láta mesta loddara Íslandssögunnar ljúga fáráðlingana fulla. Það kostar mökk að misnota atkvæði sitt í kjörklefanum.