Betri íslenzka

Punktar

Blogg og fésbók hafa góð áhrif á tungumálið. Fólk skrifar skýrar en áður var gert á pappír, kemur sér betur að kjarna málsins. Texti dvelst síður við þoku og hliðaratriði og hefur því meiri slagkraft. Til samanburðar hef ég greinar, sem ég les í dagblöðum. Margar eru þær skrifaðar í stíl skólaritgerða, byrja á að fjalla um, hvað greinin muni fjalla um. Slíkar greinar skilst mér, að séu vel þegnar í háskólaritgerðum. Flækjast í hliðargötum og flækja mál svo, að lesandinn veit að lokum ekki, um hvað þau snúast. Mér sýnist góðir pennar vera í bloggi og beztir pennar í fésbók. Nýir tímar færa okkur nýja kosti.