Spunaflug til skýjanna

Punktar

Kosningarnar í fyrra fólu í sér sigur spunakarla. Að þeirra undirlagi sögðu heilir stjórnmálaflokkar skilið við veruleikann og flugu til skýjanna. Mest bar á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, sem hvorki sagði satt orð né orð af viti. Velgengni loddarans sannfærði spunakarla um, að þeim væru allir vegir færir. Svo vitlausir væru kjósendur, að þeir mundu gína við hverri beitu. Ferillinn eftir kosningar bendir til, að lygi og rugl sé áfram kjölfesta spunakarla. En smám saman kom þó í ljós, að margir átta sig. Fylgið fossar í stórum straumum frá lygurum og svikurum. Fyrir rest munu spunakarlarnir reynast vera taparar.