Ekki er allur vandi fokinn burt, þótt borgarstjórn hafi samhljóða fellt sitt eigið hverfaskipulag. Það gerði hún af hræðslu við kjósendur. Undir niðri telja sumir frambjóðendur, að framkvæma beri umdeilda þætti skipulagsins. Í fyrsta lagi þrengingu gatna á borð við Hringbraut og Miklubraut. Í öðru lagi byggingu stórhýsa á grænum svæðum, svo sem í Laugardal og við nyrðri jaðar Miklubrautar. Í þriðja lagi þrýstingi stórra steypukassa ofan í gróin hverfi. Brýnt er, að kjósendur spyrji frambjóðendur, hvort þeir hyggist endurlífga umdeilda skipulagið eftir kosningar. Þegar hræðslan við kjósendur gufar upp.