Oft hef ég hvatt til, að ekki verði þrengt meira að Laugardalnum en þegar er. Einkum hef ég varað við freistingum um byggingar norðan Suðurlandsbrautar. Betra er að framlengja fjölskyldu- og húsdýragarðinn og grasgarðinn þangað. Þetta eru vinjar í eyðimörk reykvískrar steinsteypu. Fjölskyldugarðurinn þarf að magna aðdráttarafl sitt með nýjum leiktækjum, þar á meðal Parísarhjóli og rússíbana. Grasgarðurinn býr líka við þrengsli og þarf að geta breitt meira úr sér. Þéttingarsinnar og verktakavinir hafa augastað á svæðinu. Þeir eru vísir til að hremma það, þegar hræðslan við kjósendur dofnar eftir kosningar.