Samhliða Evrópukosningum kusu Berlínarbúar um helgina um framtíð sögufrægs flugvallar, TEMPELHOF. Mikill meirihluti hafnaði tillögum um byggingu húsa á svæðinu og heimtaði grænt svæði í staðinn. Berlínarbúar höfnuðu þéttingu byggðar í miðri borginni. Nákvæmlega það, sem ég vil gera í Reykjavík. Leggja flugvöllinn niður og passa, að svæðið verði ekki notað til að þétta byggðina. Er sem sagt andvígur flugvallarvinum OG óvinum flugvallarins. Eins og ég er andvígur þéttingu byggðar í Laugardal. Berlín er ein líflegasta borg Evrópu, dreifð borg með rosagóðum samgöngum. Reykvísk þéttingarárátta er fjarri Berlínarbúum.