Fólk er hrætt, sér óþægilegar breytingar í umhverfinu og óttast þær. Þetta er farið að hafa áhrif í pólitíkinni. Víða í Evrópu eykst fylgi flokka, sem gera út á ótta fólks. Kynda undir ótta við útlendinga, ókunn trúarbrögð, skipulega glæpaflokka, opin landamæri, evruna, kontórista í Bruxelles. Norður á hjara veraldar er kynt undir ótta við borgina, einkum hverfi 101, caffè latte, Egil Helgason, evru og Evrópusambandið. Óttanum þjóna stjórnmálaflokkar með margs konar litrófi rasisma og nýfasisma. Á Íslandi er Framsókn að prófa hinn hála ís, því neyðin kennir nöktum flokki að spinna. Bendir á múslima og segir: Bööö, verið hrædd.