Ekki veit ég, hvort ofstækisfólk er fleira meðal múslima eða kristinna. Veit þó, að of mikið er af bókstafstrúarfólki af hvers kyns tagi. Við sjáum slíkt fólk svæla fræðirit úr bókasöfnum fyrir að birta þróunarkenninguna. Verra er, þegar reynt er að dæma eftir úreltum helgiritum á borð við kóran eða biblíu. Sharia-lög eru viðurstyggð og eiga hvergi að þolast á Vesturlöndum. Refsingar að hætti Sádi-Arabíu eru líka viðurstyggð og alls ekki dæmigerð fyrir íslam. Fréttir af svívirðu bókstafstrúarmanna í nokkrum löndum múslima eru auðvitað vatn á myllu fáfróðs og rörsýns bókstafstrúarfólks, hins íslenzka botnfalls.